Lét mig aldrei dreyma um að komast þarna inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 06:00 Sigmundur Már Herbertsson við störf í Domino's-deildinni, þar sem hann hefur verið í hópi bestu dómara um árabil. fréttablaðið/vilhelm Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira