Get strítt þeim bestu á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2015 06:00 Sævar vill keppa á ÓL í Suður-Kóreu árið 2018. Hér er hann á leikunum í Sotsjí í fyrra. fréttablaðið/getty Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá Íþróttir Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá
Íþróttir Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira