Finnur fegurðina í ljótleikanum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Tanja Huld hefur unnið að línunni síðan síðastliðið vor. Vísir/Valli Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, sýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni á HönnunarMars. Línan ber heitið Eitur í flösku og sótti Tanja meðal annars innblástur frá olíubrákum og flatfiskum. „Nafnið á línunni kemur frá innblæstrinum, þetta byrjaði þannig að ég sótti innblástur í að kanna eigin fagurfræði,“ segir Tanja og bætir við: „Ég sækist voða mikið í einhverja tilfinningu, af hverju mér finnst eitthvað fallega ljótt. Ég fór að rifja upp svona þegar ég fann þessa tilfinningu fyrst, að finna fegurð í ljótleikanum,“ segir Tanja. Innblásturinn fékk hún úr náttúrunni og sótti sér meðal annars efnivið í fjöruna. „Ég tók aðferðir Ernsts Haeckel, míns uppáhaldslistamanns, til fyrirmyndar, en hann er líka náttúrufræðingur,“ segir hún og bætir við: „Ég ákvað að vera vísindamaður í mínu verki. Fór niður í fjöru, tók sýni og skoðaði þau í víðsjá.“ Í fjörunni rakst Tanja á hvít skelbrot sem hún skoðaði nánar í víðsjá þar sem við henni blöstu allir regnbogans litir. „Þau minntu mig á olíubrák, eitthvað sem ég hef alltaf verið heilluð af. Ég skoðaði myndir af olíubrák í hafi, myndefni sem mér finnst ótrúlega fallegt en afleiðingarnar eru ógeðslegar.“ Innblástur úr ólíklegri átt barst henni úr heimildarmynd um neðansjávarlífverur. „Þar uppgötaði ég flatfiskinn, sem er eiginlega svona söguhetjan fyrir þessa línu. Hann er svolítið ógeðslegur en eiginleikar hans eru áhugaverðir, hann getur farið í dulargervi og varið sig fyrir hættum hafsins,“ segir Tanja en línan segir söguna af flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu og bregður sér í dulargervi. Tanja leggur mikla áherslu á mynsturgerð og munu áhrif flatfisksins og olíubrákarinnar aðallega sjást í mynstrum og formum línunnar, en að henni hefur hún unnið síðan síðasta vor. „Þegar ég frétti af þemanu fyrir HönnunarMars, leikur, það er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið og eitthvað sem ég tileinka mér þá fannst mér ég bara verða að taka þátt.“ Línan verður sýnd í gallerí Ekkisens klukkan sex þann 11. mars. Kári Einarsson semur hljóðverk fyrir sýninguna og Dj flugvél og geimskip spilar á opnuninni. HönnunarMars Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, sýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni á HönnunarMars. Línan ber heitið Eitur í flösku og sótti Tanja meðal annars innblástur frá olíubrákum og flatfiskum. „Nafnið á línunni kemur frá innblæstrinum, þetta byrjaði þannig að ég sótti innblástur í að kanna eigin fagurfræði,“ segir Tanja og bætir við: „Ég sækist voða mikið í einhverja tilfinningu, af hverju mér finnst eitthvað fallega ljótt. Ég fór að rifja upp svona þegar ég fann þessa tilfinningu fyrst, að finna fegurð í ljótleikanum,“ segir Tanja. Innblásturinn fékk hún úr náttúrunni og sótti sér meðal annars efnivið í fjöruna. „Ég tók aðferðir Ernsts Haeckel, míns uppáhaldslistamanns, til fyrirmyndar, en hann er líka náttúrufræðingur,“ segir hún og bætir við: „Ég ákvað að vera vísindamaður í mínu verki. Fór niður í fjöru, tók sýni og skoðaði þau í víðsjá.“ Í fjörunni rakst Tanja á hvít skelbrot sem hún skoðaði nánar í víðsjá þar sem við henni blöstu allir regnbogans litir. „Þau minntu mig á olíubrák, eitthvað sem ég hef alltaf verið heilluð af. Ég skoðaði myndir af olíubrák í hafi, myndefni sem mér finnst ótrúlega fallegt en afleiðingarnar eru ógeðslegar.“ Innblástur úr ólíklegri átt barst henni úr heimildarmynd um neðansjávarlífverur. „Þar uppgötaði ég flatfiskinn, sem er eiginlega svona söguhetjan fyrir þessa línu. Hann er svolítið ógeðslegur en eiginleikar hans eru áhugaverðir, hann getur farið í dulargervi og varið sig fyrir hættum hafsins,“ segir Tanja en línan segir söguna af flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu og bregður sér í dulargervi. Tanja leggur mikla áherslu á mynsturgerð og munu áhrif flatfisksins og olíubrákarinnar aðallega sjást í mynstrum og formum línunnar, en að henni hefur hún unnið síðan síðasta vor. „Þegar ég frétti af þemanu fyrir HönnunarMars, leikur, það er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið og eitthvað sem ég tileinka mér þá fannst mér ég bara verða að taka þátt.“ Línan verður sýnd í gallerí Ekkisens klukkan sex þann 11. mars. Kári Einarsson semur hljóðverk fyrir sýninguna og Dj flugvél og geimskip spilar á opnuninni.
HönnunarMars Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira