„Þetta er eins og að lenda á bleiku skýi“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 14:15 Svona mun púðinn á Akureyri líta út. Hann verður staðsettur í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira