Vonarglætan í Úkraínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. febrúar 2015 15:00 Aðskilnaðarsinnar á skriðdreka í Luhansk-héraði í október síðastliðnum. Að nokkru leyti stendur Vladímír Pútín Rússlandsforseti uppi sem sigurvegari eftir friðarsamningana um Úkraínu, sem gerðir voru á nærri sextán klukkustunda löngum næturfundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi nú í vikunni. Að minnsta kosti ef framvinda mála verður nokkurn veginn í samræmi við það sem samþykkt var á fundinum. Hann virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum og sneri heim til Rússlands sem friðarhöfðingi hinn mesti. Þannig fá uppreisnarmenn í austurhluta landsins, sem Rússar hafa stutt leynt og ljóst, vilyrði um stjórnarskrárbreytingar sem eiga að tryggja austurhéruðunum Donetsk og Luhansk aukna sjálfstjórn, þótt ekki sé skilgreint nánar hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Þetta hefur frá upphafi verið ein helsta krafa Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir hönd uppreisnarmannanna. Enn á þó eftir að útfæra þessar stjórnarskrárbreytingar, en að minnsta kosti hefur stjórnin í Kænugarði fengist til þess að ræða þennan möguleika í fullri alvöru. Þá fær Pútín loforð um að eitt helsta áhyggjuefni hans í Úkraínudeilunni verði rætt, en það er samstarfssamningur Úkraínustjórnar við Evrópusambandið, sami samningur og upphaflega varð til þess að ólgan í Úkraínu hófst þegar Janúkovítsj, þáverandi forseti, ákvað skyndilega að fresta því að undirrita þennan samning.Það sem ætlast er til af Pútín Á móti hefur Pútín reyndar þurft að gefa eftir kröfur um að stjórnin í Kænugarði fari frá völdum. Hann hefur frá upphafi litið á hana sem ólöglega byltingarstjórn öfgamanna sem rússneskumælandi íbúum austurhluta Úkraínu stafi beinlínis hætta af. Verði stjórnarskrárbreytingarnar uppreisnarmönnunum þóknanlegar ætti það áhyggjuefni þó í sjálfu sér að vera úr sögunni. Pútín hefur auk þess lofað að beita áhrifum sínum og sjá til þess að uppreisnarmennirnir haldi vopnahléð. Hann þarf svo einnig að sjá til þess að rússneskir hermenn og aðrir Rússar, sem farið hafa yfir landamærin til að berjast með uppreisnarmönnum, haldi aftur til síns heima. Evrópusambandið hótar því svo að frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi verði að veruleika, takist ekki að koma þessu friðarsamkomulagi í framkvæmd. Á hinn bóginn hafa Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heitið því að hjálpa Úkraínubúum við uppbyggingu efnahagslífsins eftir þetta langvarandi stríð í austurhlutanum.Brotthættur friður Spurningin snýst svo um framhaldið, bæði hvort uppreisnarmenn sætta sig við að gefa eftir vopnavöld sín í austurhéruðunum og einnig hvort Úkraínustjórn sættir sig við að koma raunverulega til móts við uppreisnarmenn hvað varðar stjórnarskrárbreytingarnar. Verði viðleitni beggja aðila bara til málamynda, eins og til þessa, má búast við því að allt fari fljótlega úr böndunum eina ferðina enn. Og jafnvel þótt niðurstaðan verði ásættanleg fyrir báða, þá líður væntanlega langur tími þangað til menn jafna sig á tíu mánaða harðvítugri borgarastyrjöld sem hefur kostað meira en fimm þúsund manns lífið.Klofin þjóð Úkraína hefur í reynd verið klofin þjóð um langa hríð. Þótt úkraínska og rússneska séu náskyld tungumál, þá eiga rússneskumælandi íbúar austurhlutans stundum erfitt með að skilja úkraínskuna sem íbúar vesturhlutans tala. Og þótt skólakerfið hafi áratugum saman séð til þess að íbúar vesturhlutans kunni nánast allir rússnesku mjög vel, þá vilja þeir almennt ekki gefa úkraínskuna upp á bátinn. Þvert á móti þá vilja þeir snúa við þeirri áratugalöngu valdastöðu tungumálanna, sem á rætur að rekja til Sovétríkjanna og tryggði rússneskunni jafnan ótvíræða yfirburði sem mikilvægara tungumál en úkraínska. Þessa viðleitni vesturhlutans upplifa íbúar austurhlutans hins vegar sem yfirgang og vilja ekkert endilega þurfa að leggja á sig að læra úkraínsku, hvað þá meira. Rússum hefur því orðið tíðrætt um ofríki úkraínskra þjóðernissinna gagnvart rússneskumælandi íbúum austurhlutans. Því til stuðnings hafa Rússar óspart bent á að stjórnmálaflokkar með augljósar rætur í nýnasisma eigi nú aðild að stjórninni í Kænugarði. Sú stjórn hafi tekið völdin á síðasta ári eftir að hafa hrakið úr embætti lýðræðislega kjörinn forseta, sem fæddur er í austurhéruðunum. Fréttaskýringar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Að nokkru leyti stendur Vladímír Pútín Rússlandsforseti uppi sem sigurvegari eftir friðarsamningana um Úkraínu, sem gerðir voru á nærri sextán klukkustunda löngum næturfundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi nú í vikunni. Að minnsta kosti ef framvinda mála verður nokkurn veginn í samræmi við það sem samþykkt var á fundinum. Hann virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum og sneri heim til Rússlands sem friðarhöfðingi hinn mesti. Þannig fá uppreisnarmenn í austurhluta landsins, sem Rússar hafa stutt leynt og ljóst, vilyrði um stjórnarskrárbreytingar sem eiga að tryggja austurhéruðunum Donetsk og Luhansk aukna sjálfstjórn, þótt ekki sé skilgreint nánar hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Þetta hefur frá upphafi verið ein helsta krafa Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir hönd uppreisnarmannanna. Enn á þó eftir að útfæra þessar stjórnarskrárbreytingar, en að minnsta kosti hefur stjórnin í Kænugarði fengist til þess að ræða þennan möguleika í fullri alvöru. Þá fær Pútín loforð um að eitt helsta áhyggjuefni hans í Úkraínudeilunni verði rætt, en það er samstarfssamningur Úkraínustjórnar við Evrópusambandið, sami samningur og upphaflega varð til þess að ólgan í Úkraínu hófst þegar Janúkovítsj, þáverandi forseti, ákvað skyndilega að fresta því að undirrita þennan samning.Það sem ætlast er til af Pútín Á móti hefur Pútín reyndar þurft að gefa eftir kröfur um að stjórnin í Kænugarði fari frá völdum. Hann hefur frá upphafi litið á hana sem ólöglega byltingarstjórn öfgamanna sem rússneskumælandi íbúum austurhluta Úkraínu stafi beinlínis hætta af. Verði stjórnarskrárbreytingarnar uppreisnarmönnunum þóknanlegar ætti það áhyggjuefni þó í sjálfu sér að vera úr sögunni. Pútín hefur auk þess lofað að beita áhrifum sínum og sjá til þess að uppreisnarmennirnir haldi vopnahléð. Hann þarf svo einnig að sjá til þess að rússneskir hermenn og aðrir Rússar, sem farið hafa yfir landamærin til að berjast með uppreisnarmönnum, haldi aftur til síns heima. Evrópusambandið hótar því svo að frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi verði að veruleika, takist ekki að koma þessu friðarsamkomulagi í framkvæmd. Á hinn bóginn hafa Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heitið því að hjálpa Úkraínubúum við uppbyggingu efnahagslífsins eftir þetta langvarandi stríð í austurhlutanum.Brotthættur friður Spurningin snýst svo um framhaldið, bæði hvort uppreisnarmenn sætta sig við að gefa eftir vopnavöld sín í austurhéruðunum og einnig hvort Úkraínustjórn sættir sig við að koma raunverulega til móts við uppreisnarmenn hvað varðar stjórnarskrárbreytingarnar. Verði viðleitni beggja aðila bara til málamynda, eins og til þessa, má búast við því að allt fari fljótlega úr böndunum eina ferðina enn. Og jafnvel þótt niðurstaðan verði ásættanleg fyrir báða, þá líður væntanlega langur tími þangað til menn jafna sig á tíu mánaða harðvítugri borgarastyrjöld sem hefur kostað meira en fimm þúsund manns lífið.Klofin þjóð Úkraína hefur í reynd verið klofin þjóð um langa hríð. Þótt úkraínska og rússneska séu náskyld tungumál, þá eiga rússneskumælandi íbúar austurhlutans stundum erfitt með að skilja úkraínskuna sem íbúar vesturhlutans tala. Og þótt skólakerfið hafi áratugum saman séð til þess að íbúar vesturhlutans kunni nánast allir rússnesku mjög vel, þá vilja þeir almennt ekki gefa úkraínskuna upp á bátinn. Þvert á móti þá vilja þeir snúa við þeirri áratugalöngu valdastöðu tungumálanna, sem á rætur að rekja til Sovétríkjanna og tryggði rússneskunni jafnan ótvíræða yfirburði sem mikilvægara tungumál en úkraínska. Þessa viðleitni vesturhlutans upplifa íbúar austurhlutans hins vegar sem yfirgang og vilja ekkert endilega þurfa að leggja á sig að læra úkraínsku, hvað þá meira. Rússum hefur því orðið tíðrætt um ofríki úkraínskra þjóðernissinna gagnvart rússneskumælandi íbúum austurhlutans. Því til stuðnings hafa Rússar óspart bent á að stjórnmálaflokkar með augljósar rætur í nýnasisma eigi nú aðild að stjórninni í Kænugarði. Sú stjórn hafi tekið völdin á síðasta ári eftir að hafa hrakið úr embætti lýðræðislega kjörinn forseta, sem fæddur er í austurhéruðunum.
Fréttaskýringar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira