Heima er bara langbest í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Dagur Kár Jónsson og félagar hans í Stjörnunni eru með 63 prósenta hærra sigurhlutfall á heimavelli en á útivelli í Dominos-deild karla í vetur. Hér skorar hann gegn Haukum í Garðabænum. Vísir/Andri Marinó Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4) Dominos-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4)
Dominos-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum