Grikkir standa frammi fyrir erfiðum viðræðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. febrúar 2015 07:15 Alexis Tsipras fékk góðar móttökur hjá Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. fréttablaðið/EPA Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“ Grikkland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“
Grikkland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira