Átakanleg átök Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 08:00 Auðvitað stóð ég tárvot á gamlárskvöld og lofaði sjálfri mér bót og betrun. Betri umgengni við líkama og sál. Elska sjálfa mig svakalega mikið. Þetta er ekki flókið. Sofa meira. Taka vítamín. Lesa meira. Hreyfa mig. Vera bein í baki og gera grindarbotnsæfingar á hverjum degi. Beisik! Ég hef ekki staðið við eitt einasta loforð. Er þetta agaleysi? Kæruleysi? Eða er mér bara alveg sama? Er næsta skref að kaupa kött? Ég varð áhyggjufull og því mjög ánægð þegar ég vaknaði á laugardaginn klukkan fjögur eftir fjórtán tíma svefn og gat strikað eitt atriði af listanum. Ég komst í stuð. Reif upp eldhússkápana og ætlaði að gleypa öll þessi vítamín sem ég hef keypt í gegnum tíðina. En þau voru öll útrunnin. Fyrir svona tveimur árum. Ég fann aftur á móti lakkrískurl sem hafði ekki ratað í jólasmákökur og borðaði það. Nei, nú dríf ég mig í ræktina! Ég tók að gramsa í fataskápnum eftir ræktarfötunum en var allt í einu farin að máta gamlar gallabuxur og raða þeim fallega í skápinn enda ekki langt í að ég passi í þær. Ætla að vera svo dugleg í ræktinni. Æ, já. Ræktin. Sko! Þarna eru hlaupaskórnir. Svo beygði ég mig svo hratt niður að ég fékk aðsvif en það gerist stundum þegar maður borðar nammi í morgunmat. Ég skreið buguð aftur upp í rúm og ætlaði þá hið minnsta að næra andann. Þar sem ég teygði mig í bókina fékk ég skilaboð á Facebook. Viðbrögð mín voru líkt og leyndardómur lífsins leyndist í Facebook-skilaboðum og áður en ég vissi af sat ég eins og rækja við eldhúsborðið þar sem bjarminn af tölvuskjánum lýsti upp vítamínskortinn í munnvikunum. Með aumt bakið gafst ég upp fyrir athyglisbrestinum og bóhemísku hauglíferni (sem er einmitt nýr frasi). Ég hef þó gert grindarbotnsæfingar allan tímann sem ég skrifaði þessa þanka! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun
Auðvitað stóð ég tárvot á gamlárskvöld og lofaði sjálfri mér bót og betrun. Betri umgengni við líkama og sál. Elska sjálfa mig svakalega mikið. Þetta er ekki flókið. Sofa meira. Taka vítamín. Lesa meira. Hreyfa mig. Vera bein í baki og gera grindarbotnsæfingar á hverjum degi. Beisik! Ég hef ekki staðið við eitt einasta loforð. Er þetta agaleysi? Kæruleysi? Eða er mér bara alveg sama? Er næsta skref að kaupa kött? Ég varð áhyggjufull og því mjög ánægð þegar ég vaknaði á laugardaginn klukkan fjögur eftir fjórtán tíma svefn og gat strikað eitt atriði af listanum. Ég komst í stuð. Reif upp eldhússkápana og ætlaði að gleypa öll þessi vítamín sem ég hef keypt í gegnum tíðina. En þau voru öll útrunnin. Fyrir svona tveimur árum. Ég fann aftur á móti lakkrískurl sem hafði ekki ratað í jólasmákökur og borðaði það. Nei, nú dríf ég mig í ræktina! Ég tók að gramsa í fataskápnum eftir ræktarfötunum en var allt í einu farin að máta gamlar gallabuxur og raða þeim fallega í skápinn enda ekki langt í að ég passi í þær. Ætla að vera svo dugleg í ræktinni. Æ, já. Ræktin. Sko! Þarna eru hlaupaskórnir. Svo beygði ég mig svo hratt niður að ég fékk aðsvif en það gerist stundum þegar maður borðar nammi í morgunmat. Ég skreið buguð aftur upp í rúm og ætlaði þá hið minnsta að næra andann. Þar sem ég teygði mig í bókina fékk ég skilaboð á Facebook. Viðbrögð mín voru líkt og leyndardómur lífsins leyndist í Facebook-skilaboðum og áður en ég vissi af sat ég eins og rækja við eldhúsborðið þar sem bjarminn af tölvuskjánum lýsti upp vítamínskortinn í munnvikunum. Með aumt bakið gafst ég upp fyrir athyglisbrestinum og bóhemísku hauglíferni (sem er einmitt nýr frasi). Ég hef þó gert grindarbotnsæfingar allan tímann sem ég skrifaði þessa þanka!
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun