Nýtt myndband úr leiknum Rerunners Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:30 Oddur Snær Magnússon, Guðmundur Hallgrímsson og Ívar Emilsson Vísir „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
„Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00