Stigahæstu stelpurnar reyna að stoppa hvora aðra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2015 08:00 Lele Hardy hjá Haukum og Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík Vísir/Valli og Vilhelm Heil umferð fer fram í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld og stórleikurinn er í Keflavík þar sem Keflavík og Haukar berjast um annað sæti deildarinnar. Liðin skiptust á sigrum í fyrri umferðinni en Keflavík er tveimur stigum ofar fyrir leik kvöldsins. Haukakonum nægir sigur til að komast upp í annað sætið á betri árangri í innbyrðisleikjum. Þarna mætast ekki aðeins tvö af bestu liðum deildarinnar heldur einnig tveir af bestu leikmönnum deildarinnar. Tvær stigahæstu stelpurnar í Domino's-deildinni spila þarna hvor á móti annarri en engin hefur skorað meira en þær Lele Hardy hjá Haukum (28,2 stig í leik) og Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík (26,7). Þessar tvær bandarísku stelpur eru í fararbroddi hvað varðar bæði líkamlegan styrk og baráttu en fá nú að glíma við leikmann á sama stalli. Lele Hardy hefur verið með tvennu í öllum leikjum Hauka á tímabilinu og tröllatvennu (yfir 20 í stigum og fráköstum) í sex leikjanna, þar á meðal þeim tveimur síðustu. Hardy er efst í stigum, fráköstum og stolnum boltum í deildinni. Mikilvægi Carmen Tyson-Thomas fyrir Keflavík sést kannski best á því að í síðustu fimm sigurleikjum Keflavíkurliðsins er hún með 35 stig og 14,2 fráköst að meðaltali en hún hefur síðan „bara“ skorað 20,7 stig og tekið 9,0 fráköst í leik í tapleikjum liðsins. Carmen Tyson-Thomas skoraði bæði meira (+4) og tók fleiri fráköst (+2) en Lele þegar þær mættust síðast en Keflavík vann leikinn. Tyson-Thomas var þá greinilega búin að læra mikið af fyrstu viðureign sinni við Lele þar sem Hardy var með meira en tuttugu fleiri fráköst en hún. Aðrir leikir kvöldsins eru Snæfell-KR í Stykkishólmi, Grindavík-Breiðablik í Grindavík og Hamar-Valur í Hveragerði. Leikirnir hefjast kl. 19.15.Vísir/ValliVísir/Vilhelm Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Heil umferð fer fram í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld og stórleikurinn er í Keflavík þar sem Keflavík og Haukar berjast um annað sæti deildarinnar. Liðin skiptust á sigrum í fyrri umferðinni en Keflavík er tveimur stigum ofar fyrir leik kvöldsins. Haukakonum nægir sigur til að komast upp í annað sætið á betri árangri í innbyrðisleikjum. Þarna mætast ekki aðeins tvö af bestu liðum deildarinnar heldur einnig tveir af bestu leikmönnum deildarinnar. Tvær stigahæstu stelpurnar í Domino's-deildinni spila þarna hvor á móti annarri en engin hefur skorað meira en þær Lele Hardy hjá Haukum (28,2 stig í leik) og Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík (26,7). Þessar tvær bandarísku stelpur eru í fararbroddi hvað varðar bæði líkamlegan styrk og baráttu en fá nú að glíma við leikmann á sama stalli. Lele Hardy hefur verið með tvennu í öllum leikjum Hauka á tímabilinu og tröllatvennu (yfir 20 í stigum og fráköstum) í sex leikjanna, þar á meðal þeim tveimur síðustu. Hardy er efst í stigum, fráköstum og stolnum boltum í deildinni. Mikilvægi Carmen Tyson-Thomas fyrir Keflavík sést kannski best á því að í síðustu fimm sigurleikjum Keflavíkurliðsins er hún með 35 stig og 14,2 fráköst að meðaltali en hún hefur síðan „bara“ skorað 20,7 stig og tekið 9,0 fráköst í leik í tapleikjum liðsins. Carmen Tyson-Thomas skoraði bæði meira (+4) og tók fleiri fráköst (+2) en Lele þegar þær mættust síðast en Keflavík vann leikinn. Tyson-Thomas var þá greinilega búin að læra mikið af fyrstu viðureign sinni við Lele þar sem Hardy var með meira en tuttugu fleiri fráköst en hún. Aðrir leikir kvöldsins eru Snæfell-KR í Stykkishólmi, Grindavík-Breiðablik í Grindavík og Hamar-Valur í Hveragerði. Leikirnir hefjast kl. 19.15.Vísir/ValliVísir/Vilhelm
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira