HönnunarMars í sjöunda sinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. janúar 2015 11:00 Sara Jónsdóttir stýrir HönnunarMars en hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Reykjavík með þátttöku fjölda hönnuða. mynd/stefán HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“ HönnunarMars Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“
HönnunarMars Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira