48 ára bið á enda hjá íslensku körfuboltafjölskyldunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2015 07:15 Jón Arnór Stefánsson með eignarbikar sinn á Spáni. Mynd/Ragnar Santos Íslenski körfuboltaheimurinn var búinn að bíða í rétt tæpa hálfa öld eftir að eignast íþróttamann ársins þegar Jón Arnór Stefánsson var kosinn íþróttamaður ársins 2014 í hófi Samtaka íþróttafréttamanna á laugardagskvöldið. Jón Arnór fékk frábæra kosningu og meira en hundrað stigum meira en næsti maður sem var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem var kosinn íþróttamaður ársins í fyrra. Jón Arnór átti frábært ár, átti stórleik þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn og spilaði síðan með tveimur liðum í sterkustu deild í heimi. Góð frammistaða Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu í undankeppni EM tryggði honum samning hjá Unicaja Malaga, einu besta körfuboltaliði Evrópu. Hér á síðunni má bæði sjá yfirlit yfir það körfuboltafólk sem hefur komist næst því að vera kosið íþróttamaður ársins á þessum 48 árum sem eru liðin síðan Kolbeinn Pálsson handlék styttuna sem íþróttamaður ársins 1966. Auk þessa fengum þrjá kunna íslenska körfuboltaþjálfara, sem þekkja Jón Arnór betur en flestir, til að segja okkur frá því hvað gerir íþróttamann ársins 2014 að svona góðum körfuboltamanni.Besti árangur körfuboltafólks í kjöri Íþróttamanns ársins:Þorsteinn Hallgrímsson í 2. sætið árið 1964 Fyrsti körfuboltamaðurinn sem komst í efstu tvö sætin en þetta ár var hann langstigahæstur á Norðurlandamótinu og talinn af blaðamönnum á mótinu vera í hópi bestu leikmanna Evrópu.Fyrir ofan: Handboltakonan Sigríður Sigurðardóttir.Kolbeinn Pálsson Íþróttamaður ársins 1966 Fyrsti körfuboltamaðurinn sem var kosinn Íþróttamaður ársins en hann var hetja íslenska körfuboltalandsliðsins í sigri á Dönum í framlengingu á Norðurlandamótinu í Danmörku. Kolbeinn stóð sig einnig afar vel með KR á móti Evrópumeisturum Simmenthal frá Mílanó auk þess að vera lykilmaður á bak við Íslandsmeistaratitil KR-inga.Pétur Guðmundsson í 2. sæti 1981 Varð fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í NBA-deildinni þegar hann var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur var einnig valinn besti leikmaður C-keppni Evrópumótsins í Sviss þar sem hann varð með 26,5 stig í leik. Pétur varð líka bikarmeistari með Val á árinu eftir frábæra frammistöðu í úrslitaleiknum.Fyrir ofan: Kraftlyftingamaðurinn Jón Páll Sigmarsson.Pétur Guðmundsson í 5. sæti 1986 Fékk samning hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers og varð um vorið fyrsti Íslendingurinn sem spilar í úrslitakeppni NBA. Pétur var varamaður miðherjans Kareem Abdul-Jabbar, og nýtti 59 prósent skota sinna í úrslitakeppninni.Fyrir ofan: Eðvarð Þór Eðvarðsson (sund), Arnór Guðjohnsen (knattspyrna), Guðmundur Guðmundsson og Kristján Arason (handbolti).Jón Arnór Stefánsson í 4. sæti 2005 og 2007 Jón Arnór varð tvisvar í fjórða sæti með tveggja ára millibili. Árið 2005 var hann Evrópumeistari með liði sínu Dynamo Sankti Pétursborg og valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í Stjörnuleik FIBA Europe. Árið 2007 samdi Jón Arnór við ítalska stórliðið Lottomatica Roma og spilaði fyrstur Íslendinga í Euroleague. Hann var í lykilhlutverki hjá ítalska liðinu í bæði vörn og sókn. Fyrir ofan 2005: Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna), Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) og Ásthildur Helgadóttir (knattspyrna).Fyrir ofan 2007: Margrét Lára Viðarsdóttir (knattspyrna), Ólafur Stefánsson (handbolti) og Ragna Ingólfsdóttir (badminton). Helena Sverrisdóttir í 4. sæti 2009 Helena var í aðalhlutverki hjá liði TCU sem komst í úrslitakeppni háskólaboltans í Bandaríkjunum. Lykilmaður landsliðsins þar sem hún varð annar stigahæsti leikmaður B-deildar Evrópukeppninnar og sú sem gaf flestar stoðsendingar.Fyrir ofan: Ólafur Stefánsson (handbolti), Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) og Þóra Helgadóttir (knattspyrna).Jakob Örn Sigurðarson í 3. sæti 2011 Jakob varð sænskur meistari með Sundsvall. Jakob tryggði liðinu oddaleik með ævintýralegri 3 stiga körfu og í úrslitaleiknum skoraði hann 31 stig og var stigahæsti leikmaður Sundsvall. Hann komst einnig í úrvalslið Norðurlandamótsins. Fyrir ofan: Heiðar Helguson (knattspyrna) og Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir).Jón Arnór Stefánsson í 4. sæti 2013 Lykilmaður hjá Zaragoza-liðinu í ACB-deildinni á Spáni sem komst óvænt í undanúrslit úrslitakeppninnar. Magnaður á móti Búlgaríu í Höllinni þar sem hann skoraði 32 stig þegar íslenska liðið var aðeins hársbreidd frá því að komast áfram.Fyrir ofan: Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna), Aníta Hinriksdóttir (Frjálsar íþróttir) og Guðjón Valur Sigurðsson (Handbolti).Vísir/Daníel Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Jón Arnór einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssamband Íslands, gat brosað út að eyrum í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í gærkvöldi þegar Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2014 og karlalandsliðið í körfubolta var valið lið ársins. 4. janúar 2015 20:45 Ekki vandræðalaust að koma bikarnum til Jóns Arnórs Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, fékk þann heiður að afhenda Jóni Arnóri Stefánssyni annan bikarinn sem hann hlaut sem Íþróttamaður ársins 2014. 4. janúar 2015 13:37 Jón Arnór ætlar að geyma góð ár fyrir íslensku deildina Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins í gærkvöldi en hann spilar með spænska stórliðinu Unicaja Malaga. 4. janúar 2015 22:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenski körfuboltaheimurinn var búinn að bíða í rétt tæpa hálfa öld eftir að eignast íþróttamann ársins þegar Jón Arnór Stefánsson var kosinn íþróttamaður ársins 2014 í hófi Samtaka íþróttafréttamanna á laugardagskvöldið. Jón Arnór fékk frábæra kosningu og meira en hundrað stigum meira en næsti maður sem var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem var kosinn íþróttamaður ársins í fyrra. Jón Arnór átti frábært ár, átti stórleik þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn og spilaði síðan með tveimur liðum í sterkustu deild í heimi. Góð frammistaða Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu í undankeppni EM tryggði honum samning hjá Unicaja Malaga, einu besta körfuboltaliði Evrópu. Hér á síðunni má bæði sjá yfirlit yfir það körfuboltafólk sem hefur komist næst því að vera kosið íþróttamaður ársins á þessum 48 árum sem eru liðin síðan Kolbeinn Pálsson handlék styttuna sem íþróttamaður ársins 1966. Auk þessa fengum þrjá kunna íslenska körfuboltaþjálfara, sem þekkja Jón Arnór betur en flestir, til að segja okkur frá því hvað gerir íþróttamann ársins 2014 að svona góðum körfuboltamanni.Besti árangur körfuboltafólks í kjöri Íþróttamanns ársins:Þorsteinn Hallgrímsson í 2. sætið árið 1964 Fyrsti körfuboltamaðurinn sem komst í efstu tvö sætin en þetta ár var hann langstigahæstur á Norðurlandamótinu og talinn af blaðamönnum á mótinu vera í hópi bestu leikmanna Evrópu.Fyrir ofan: Handboltakonan Sigríður Sigurðardóttir.Kolbeinn Pálsson Íþróttamaður ársins 1966 Fyrsti körfuboltamaðurinn sem var kosinn Íþróttamaður ársins en hann var hetja íslenska körfuboltalandsliðsins í sigri á Dönum í framlengingu á Norðurlandamótinu í Danmörku. Kolbeinn stóð sig einnig afar vel með KR á móti Evrópumeisturum Simmenthal frá Mílanó auk þess að vera lykilmaður á bak við Íslandsmeistaratitil KR-inga.Pétur Guðmundsson í 2. sæti 1981 Varð fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í NBA-deildinni þegar hann var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur var einnig valinn besti leikmaður C-keppni Evrópumótsins í Sviss þar sem hann varð með 26,5 stig í leik. Pétur varð líka bikarmeistari með Val á árinu eftir frábæra frammistöðu í úrslitaleiknum.Fyrir ofan: Kraftlyftingamaðurinn Jón Páll Sigmarsson.Pétur Guðmundsson í 5. sæti 1986 Fékk samning hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers og varð um vorið fyrsti Íslendingurinn sem spilar í úrslitakeppni NBA. Pétur var varamaður miðherjans Kareem Abdul-Jabbar, og nýtti 59 prósent skota sinna í úrslitakeppninni.Fyrir ofan: Eðvarð Þór Eðvarðsson (sund), Arnór Guðjohnsen (knattspyrna), Guðmundur Guðmundsson og Kristján Arason (handbolti).Jón Arnór Stefánsson í 4. sæti 2005 og 2007 Jón Arnór varð tvisvar í fjórða sæti með tveggja ára millibili. Árið 2005 var hann Evrópumeistari með liði sínu Dynamo Sankti Pétursborg og valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í Stjörnuleik FIBA Europe. Árið 2007 samdi Jón Arnór við ítalska stórliðið Lottomatica Roma og spilaði fyrstur Íslendinga í Euroleague. Hann var í lykilhlutverki hjá ítalska liðinu í bæði vörn og sókn. Fyrir ofan 2005: Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna), Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) og Ásthildur Helgadóttir (knattspyrna).Fyrir ofan 2007: Margrét Lára Viðarsdóttir (knattspyrna), Ólafur Stefánsson (handbolti) og Ragna Ingólfsdóttir (badminton). Helena Sverrisdóttir í 4. sæti 2009 Helena var í aðalhlutverki hjá liði TCU sem komst í úrslitakeppni háskólaboltans í Bandaríkjunum. Lykilmaður landsliðsins þar sem hún varð annar stigahæsti leikmaður B-deildar Evrópukeppninnar og sú sem gaf flestar stoðsendingar.Fyrir ofan: Ólafur Stefánsson (handbolti), Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) og Þóra Helgadóttir (knattspyrna).Jakob Örn Sigurðarson í 3. sæti 2011 Jakob varð sænskur meistari með Sundsvall. Jakob tryggði liðinu oddaleik með ævintýralegri 3 stiga körfu og í úrslitaleiknum skoraði hann 31 stig og var stigahæsti leikmaður Sundsvall. Hann komst einnig í úrvalslið Norðurlandamótsins. Fyrir ofan: Heiðar Helguson (knattspyrna) og Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir).Jón Arnór Stefánsson í 4. sæti 2013 Lykilmaður hjá Zaragoza-liðinu í ACB-deildinni á Spáni sem komst óvænt í undanúrslit úrslitakeppninnar. Magnaður á móti Búlgaríu í Höllinni þar sem hann skoraði 32 stig þegar íslenska liðið var aðeins hársbreidd frá því að komast áfram.Fyrir ofan: Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna), Aníta Hinriksdóttir (Frjálsar íþróttir) og Guðjón Valur Sigurðsson (Handbolti).Vísir/Daníel
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Jón Arnór einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssamband Íslands, gat brosað út að eyrum í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í gærkvöldi þegar Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2014 og karlalandsliðið í körfubolta var valið lið ársins. 4. janúar 2015 20:45 Ekki vandræðalaust að koma bikarnum til Jóns Arnórs Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, fékk þann heiður að afhenda Jóni Arnóri Stefánssyni annan bikarinn sem hann hlaut sem Íþróttamaður ársins 2014. 4. janúar 2015 13:37 Jón Arnór ætlar að geyma góð ár fyrir íslensku deildina Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins í gærkvöldi en hann spilar með spænska stórliðinu Unicaja Malaga. 4. janúar 2015 22:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Hannes: Jón Arnór einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssamband Íslands, gat brosað út að eyrum í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í gærkvöldi þegar Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2014 og karlalandsliðið í körfubolta var valið lið ársins. 4. janúar 2015 20:45
Ekki vandræðalaust að koma bikarnum til Jóns Arnórs Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, fékk þann heiður að afhenda Jóni Arnóri Stefánssyni annan bikarinn sem hann hlaut sem Íþróttamaður ársins 2014. 4. janúar 2015 13:37
Jón Arnór ætlar að geyma góð ár fyrir íslensku deildina Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins í gærkvöldi en hann spilar með spænska stórliðinu Unicaja Malaga. 4. janúar 2015 22:45