Arsenal fékk flest stig á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 17:45 Gabriel, Mesut Özil og Theo Walcott fagna marki. Vísir/Getty Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27 Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27
Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira