Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:34 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter. FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter.
FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira