Blatter reyndi ítrekað að tengja sig við Nelson Mandela Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 11:00 Sepp Blatter og Nelson Mandela. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín. FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín.
FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34
Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37
Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00