Meðalverð á bensíni í Bandaríkjunum undir 2 dollara gallonið Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 16:23 Meðalbensínverðið er komið undir 2 dollara á gallonið. Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent
Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent