Jólaútsölur hófust í Lundúnum í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:48 Að venju ætlaði allt um koll að keyra þegar hefðbundnar jólaútsölur hófust í Lundúnum í dag. Margir höfðu beðið við dyr verslana frá því í nótt til að verða fyrstir að ná sér í útsöluvarning. Bretar kalla annan í jólum Boxing Day og löng hefð er fyrir því að á þeim degi séu haldnar útsölur í Lundúnum. Helstu verslanagötur eins og Oxford stræti voru þess vegna þétt skipaðar lundúnarbúum sem og ferðamönnum snemma í morgun sem vildu freista þess að gera kostakjör. Ferðamaður í borginni var að kynnast útsöluæðinu í Lundúnum í fyrsta skipti og hafði beðið frá því klukkan sex í morgun fyrir utan stórverslunina Selfridge en gafst að lokum upp. Hann var þó hæst ánægður með daginn. Og sumir höfðu spáð í verð á vörum fyrir jól og gátu vart beðið eftir að sjá hvað þær lækkuðu í verði. Ung kona var himinlifandi þegar hún sá að sumar vörur höfðu lækkað úr 20 pundum allt niður í 5 pund. Hins vegar voru líka þeir sem létu sig fátt um finnast og voru sannfærðir um að ekki væri verið að bjóða upp á bestu vörurnar á útsölunum. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Að venju ætlaði allt um koll að keyra þegar hefðbundnar jólaútsölur hófust í Lundúnum í dag. Margir höfðu beðið við dyr verslana frá því í nótt til að verða fyrstir að ná sér í útsöluvarning. Bretar kalla annan í jólum Boxing Day og löng hefð er fyrir því að á þeim degi séu haldnar útsölur í Lundúnum. Helstu verslanagötur eins og Oxford stræti voru þess vegna þétt skipaðar lundúnarbúum sem og ferðamönnum snemma í morgun sem vildu freista þess að gera kostakjör. Ferðamaður í borginni var að kynnast útsöluæðinu í Lundúnum í fyrsta skipti og hafði beðið frá því klukkan sex í morgun fyrir utan stórverslunina Selfridge en gafst að lokum upp. Hann var þó hæst ánægður með daginn. Og sumir höfðu spáð í verð á vörum fyrir jól og gátu vart beðið eftir að sjá hvað þær lækkuðu í verði. Ung kona var himinlifandi þegar hún sá að sumar vörur höfðu lækkað úr 20 pundum allt niður í 5 pund. Hins vegar voru líka þeir sem létu sig fátt um finnast og voru sannfærðir um að ekki væri verið að bjóða upp á bestu vörurnar á útsölunum.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira