Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 07:00 Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll er sögð myndu bæta nýtingu hótela og annarra innviða á svæðunum. vísir/vilhelm Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku. Fréttir af flugi Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku.
Fréttir af flugi Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira