Subaru með 3 tilraunabíla í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 12:21 Subaru STI Performance Concept. worldcarfans Á Tokyo Auto Salon bílasýningunni sem hefst þann 15. janúar mun Subaru sýna þrjá athygliverða tilraunabíla. Einn þeirra er STI Performance Concept bíll sem byggður er á Subaru BRZ bílnum, en hefur fengið allskonar STI-meðhöndlun, svo sem stóra vindskeið að aftan og “body kit” allan hringinn. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í BRZ GT300 og mun öflugri en vélin í hefðbundnum Subaru BRZ. Þá mun Subaru sýna Levorg STI tilraunabíl með stífri sportfjöðrun og mikilli sportbílayfirhalningu á Levorg bílnum sem leysti af Legacy. Subaru mun einnig sýna XV Hybrid STI bíl sem fengið hefur samskonar yfirhalningu og hinir tveir og er álíka sportlegur. Subaru ætlar líka að hafa til sýnis nokkra af sínum keppnisbílum sem keppa í hinum ýmsu keppnisbílaseríum, svo sem BRZ GT300, WRX STI NMR Challenge, WRX STI sem keppir í japönsku rallseríunni og CG Robot Racing BRZ. Það verður því allt það flottasta sem Subaru framleiðir á þessari sýningu í Tókýó, en vonandi er að einhver þeirra þriggja tilraunabíla sem Subaru sýnir verði að framleiðslubílum.Subaru WRX STI keppnisbíllinn sem notaður er í japanska rallinu. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Á Tokyo Auto Salon bílasýningunni sem hefst þann 15. janúar mun Subaru sýna þrjá athygliverða tilraunabíla. Einn þeirra er STI Performance Concept bíll sem byggður er á Subaru BRZ bílnum, en hefur fengið allskonar STI-meðhöndlun, svo sem stóra vindskeið að aftan og “body kit” allan hringinn. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í BRZ GT300 og mun öflugri en vélin í hefðbundnum Subaru BRZ. Þá mun Subaru sýna Levorg STI tilraunabíl með stífri sportfjöðrun og mikilli sportbílayfirhalningu á Levorg bílnum sem leysti af Legacy. Subaru mun einnig sýna XV Hybrid STI bíl sem fengið hefur samskonar yfirhalningu og hinir tveir og er álíka sportlegur. Subaru ætlar líka að hafa til sýnis nokkra af sínum keppnisbílum sem keppa í hinum ýmsu keppnisbílaseríum, svo sem BRZ GT300, WRX STI NMR Challenge, WRX STI sem keppir í japönsku rallseríunni og CG Robot Racing BRZ. Það verður því allt það flottasta sem Subaru framleiðir á þessari sýningu í Tókýó, en vonandi er að einhver þeirra þriggja tilraunabíla sem Subaru sýnir verði að framleiðslubílum.Subaru WRX STI keppnisbíllinn sem notaður er í japanska rallinu.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent