Utan vallar: Persónulegt stríð á milli Conor og Aldo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2015 20:42 Dana White stígur loksins frá í nótt og leyfir þessum mönnum að takast á. vísir/getty Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök. MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sjá meira
Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök.
MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sjá meira
Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00
Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15