Brandari Össurar um Brynjar sem hann lagði ekki í að segja á skötukvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2015 22:57 Össur Skarphéðinsson með 22 punda urriða sem hann veiddi í Öxará um árið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015 Alþingi Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015
Alþingi Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira