Porsche Boxster og Cayman fá 2,0 og 2,5 lítra vélar Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 10:20 Porsche 718 Boxster og Cayman sitthvoru megin við gamla 718 bílinn. worldcarfans Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent
Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent