Ómurinn að ofan Jónas Sen skrifar 16. desember 2015 11:30 Margrét Hannesdóttir söngkona og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari. Tónlist Einsöngstónleikar Margrét Hannesdóttir flutti tónlist við Biblíutexta á 200 ára afmæli Biblíufélagsins. Með henni lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó Dómkirkjan Föstudaginn 11. desember Davíðssálmarnir eru til sem popplög og alvarlegri tónsmíðar. Nefna má By the Rivers of Babylon með Boney M sem varð afar vinsælt. Textinn er úr biblíunni, þetta er Davíðssálmur nr. 137. Margar fleiri melódíur hafa verið samdar við sálminn. Þar á meðal er eitt af biblíuljóðum tékkneska tónskáldsins Dvoráks. Hann var á efnisskránni á tónleikum sem voru haldnir á föstudagskvöldið. Ung söngkona kvaddi sér þar hljóðs. Þetta var Margrét Hannesdóttir sópran, sem ég kannaðist ekkert við. Með henni lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó. Tónleikarnir voru óvenjulegir að því leyti að ekki aðeins téður Davíðssálmur, heldur líka allur annar texti var úr biblíunni. Það var einnig sérstakt að þeir voru haldnir í Dómkirkjunni. Nú veit ég ekki hvort þetta voru debút-tónleikar Margrétar, en í hugann koma upp margir betri staðir fyrir svo mikilvæga stund. Hljómburðurinn í Dómkirkjunni er ansi þurr fyrir einsöngstónleika. Staðsetningin og textinn var þó viðeigandi fyrir tilefnið. Þetta var nefnilega lokahnykkurinn á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Afmælinu var fagnað með ýmsum hætti á árinu og nú var komið að þeim síðasta. Á dagskránni var tónlist eftir fyrrnefndan Dvorák, sem og Pál Ísólfsson, Händel, Vaughan Williams og Mozart. Píanóleikurinn var allan tímann pottþéttur. Og Margrét er greinilega efnileg söngkona. Röddin er sérstök, hún er á sópransviðinu, en hefur þó blæ dýpra sviðs. Það er léttur mezzókeimur af henni. Frammistaðan á tónleikunum var víða áhrifamikil, en var engu að síður nokkuð ójöfn. Það má væntanlega rekja til reynsluleysis og taugaóstyrks. Rejoice Greatly úr Messíasi eftir Händel og Watchful’s Song nr. 1 eftir Vaughan Williams voru fremur ófókuseruð. Raddbeitingin var flöktandi og nakinn hljómburðurinn í Dómkirkjunni hjálpaði ekki til. En annað var miklu betra. Söngvar úr Ljóðaljóðunum eftir Pál Ísólfsson voru tilkomumiklir og sannfærandi, sérstaklega síðari lögin. Þá virtist Margrét vera komin á fullt skrið. Alleluia úr Exultate, jubilate eftir Mozart var glæsilegt, hin hröðu nótnahlaup upp og niður tónsviðið voru áreynslulaus og tær, þrungin gleði. Best af öllu voru samt hin áðurnefndu Biblíuljóð eftir Dvorák. Þau voru stórbrotin. Túlkunin var svipsterk og tæknilega séð var söngurinn öruggur og fágaður. Röddin var fallega ávöl en þó hnitmiðuð. Það var magnað. Ég hlakka til að heyra meira með Margréti er fram líða stundir. Niðurstaða: Söngurinn var misjafn, en ákaflega fagur þegar best tókst til. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Einsöngstónleikar Margrét Hannesdóttir flutti tónlist við Biblíutexta á 200 ára afmæli Biblíufélagsins. Með henni lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó Dómkirkjan Föstudaginn 11. desember Davíðssálmarnir eru til sem popplög og alvarlegri tónsmíðar. Nefna má By the Rivers of Babylon með Boney M sem varð afar vinsælt. Textinn er úr biblíunni, þetta er Davíðssálmur nr. 137. Margar fleiri melódíur hafa verið samdar við sálminn. Þar á meðal er eitt af biblíuljóðum tékkneska tónskáldsins Dvoráks. Hann var á efnisskránni á tónleikum sem voru haldnir á föstudagskvöldið. Ung söngkona kvaddi sér þar hljóðs. Þetta var Margrét Hannesdóttir sópran, sem ég kannaðist ekkert við. Með henni lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó. Tónleikarnir voru óvenjulegir að því leyti að ekki aðeins téður Davíðssálmur, heldur líka allur annar texti var úr biblíunni. Það var einnig sérstakt að þeir voru haldnir í Dómkirkjunni. Nú veit ég ekki hvort þetta voru debút-tónleikar Margrétar, en í hugann koma upp margir betri staðir fyrir svo mikilvæga stund. Hljómburðurinn í Dómkirkjunni er ansi þurr fyrir einsöngstónleika. Staðsetningin og textinn var þó viðeigandi fyrir tilefnið. Þetta var nefnilega lokahnykkurinn á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Afmælinu var fagnað með ýmsum hætti á árinu og nú var komið að þeim síðasta. Á dagskránni var tónlist eftir fyrrnefndan Dvorák, sem og Pál Ísólfsson, Händel, Vaughan Williams og Mozart. Píanóleikurinn var allan tímann pottþéttur. Og Margrét er greinilega efnileg söngkona. Röddin er sérstök, hún er á sópransviðinu, en hefur þó blæ dýpra sviðs. Það er léttur mezzókeimur af henni. Frammistaðan á tónleikunum var víða áhrifamikil, en var engu að síður nokkuð ójöfn. Það má væntanlega rekja til reynsluleysis og taugaóstyrks. Rejoice Greatly úr Messíasi eftir Händel og Watchful’s Song nr. 1 eftir Vaughan Williams voru fremur ófókuseruð. Raddbeitingin var flöktandi og nakinn hljómburðurinn í Dómkirkjunni hjálpaði ekki til. En annað var miklu betra. Söngvar úr Ljóðaljóðunum eftir Pál Ísólfsson voru tilkomumiklir og sannfærandi, sérstaklega síðari lögin. Þá virtist Margrét vera komin á fullt skrið. Alleluia úr Exultate, jubilate eftir Mozart var glæsilegt, hin hröðu nótnahlaup upp og niður tónsviðið voru áreynslulaus og tær, þrungin gleði. Best af öllu voru samt hin áðurnefndu Biblíuljóð eftir Dvorák. Þau voru stórbrotin. Túlkunin var svipsterk og tæknilega séð var söngurinn öruggur og fágaður. Röddin var fallega ávöl en þó hnitmiðuð. Það var magnað. Ég hlakka til að heyra meira með Margréti er fram líða stundir. Niðurstaða: Söngurinn var misjafn, en ákaflega fagur þegar best tókst til.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira