Stýrivextir hækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í áratug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2015 19:39 Með ákvörðun Seðlabankans lýkur fordæmalausu tímabili lágra stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísir/Getty Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0.25 prósentustig. Er þetta í fyrsta sinn í nærri áratug sem stýrivextir eru hækkaðir í Bandaríkjunum. Stýrivextirnir voru fyrir ákvörðun dagsins á bilinu 0-0.25 prósentustig en verða nú á bilinu 0.25-0.5 prósentustig. Í rökstuðningi nefndarinnar sem tekur ákvörðunina segir að staða á atvinnumarkaði í Bandaríkjunum hafi batnað til muna að undanförnu og gerir hún ráð fyrir því að verbólga muni aukast á næstunni. Hefur hún verið lág að undanförnu í Bandaríkjunum og telur Seðlabankinn að verðbólgan muni ná verðbólguspám bankans sem gera ráð fyrir tvö prósent verðbólgu. Því sé rétt að bregðast við með að hækka stýrivexti. Með ákvörðun Seðlabankans lýkur fordæmalausu tímabili lágra stýrivaxta í Bandaríkjunum sem voru hluti aðgerða stjórnvalda þar í landi til að bregðast við efnahagskreppunni miklu sem hófst árið 2008. Í desember það ár lækkaði Seðlabankinn stýrivexti niður í 0-0.25 prósent og hafa stýrivextirnir haldist á því bili síðan. Fyrir árið 2008 hafði Seðlabankinn aldrei lækkað stýrivexti niður fyrir 0.63 prósentustig.Hér fyrir neðan má sjá línurit sem sýnir þróun stýrivaxta í Bandaríkjunum frá árinu 2005. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0.25 prósentustig. Er þetta í fyrsta sinn í nærri áratug sem stýrivextir eru hækkaðir í Bandaríkjunum. Stýrivextirnir voru fyrir ákvörðun dagsins á bilinu 0-0.25 prósentustig en verða nú á bilinu 0.25-0.5 prósentustig. Í rökstuðningi nefndarinnar sem tekur ákvörðunina segir að staða á atvinnumarkaði í Bandaríkjunum hafi batnað til muna að undanförnu og gerir hún ráð fyrir því að verbólga muni aukast á næstunni. Hefur hún verið lág að undanförnu í Bandaríkjunum og telur Seðlabankinn að verðbólgan muni ná verðbólguspám bankans sem gera ráð fyrir tvö prósent verðbólgu. Því sé rétt að bregðast við með að hækka stýrivexti. Með ákvörðun Seðlabankans lýkur fordæmalausu tímabili lágra stýrivaxta í Bandaríkjunum sem voru hluti aðgerða stjórnvalda þar í landi til að bregðast við efnahagskreppunni miklu sem hófst árið 2008. Í desember það ár lækkaði Seðlabankinn stýrivexti niður í 0-0.25 prósent og hafa stýrivextirnir haldist á því bili síðan. Fyrir árið 2008 hafði Seðlabankinn aldrei lækkað stýrivexti niður fyrir 0.63 prósentustig.Hér fyrir neðan má sjá línurit sem sýnir þróun stýrivaxta í Bandaríkjunum frá árinu 2005.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira