Audi fær 5 af 9 verðlaunum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 10:45 Audi e-tron quattro concept. Þriðja árið í röð hlýtur Audi flest verðlaun bílaframleiðenda í “Connected Car Award” verðlaunafhendingunni Auto Bild og Computer Bild tímaritin standa að á hverju ári. Audi hlaut 5 af 9 veittum verðlaunum, einni viðurkenningu meira en í fyrra og árið á undan. Audi e-tron quattro concept hlaut verðlaun í flokknum “New Mobility”, en Audi bílar hlut einnig verðlaun fyrir leiðsögukerfi, Internettengingar, símtengingar og fyrir margmiðlunarlausnir. Það voru sérfræðingar á vegum Auto Bild og Computer Bild blöðunum sem völdu fyrirfram þær lausnir og tæknibyltingar sem til greina komu og lesendur blaðanna völdu síðan úr þeim. Afhending þessara verðlauna mun fara fram á Consumer Electronis sýningunni sem haldin verður í Las Vegas í janúar á næsta ári. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent
Þriðja árið í röð hlýtur Audi flest verðlaun bílaframleiðenda í “Connected Car Award” verðlaunafhendingunni Auto Bild og Computer Bild tímaritin standa að á hverju ári. Audi hlaut 5 af 9 veittum verðlaunum, einni viðurkenningu meira en í fyrra og árið á undan. Audi e-tron quattro concept hlaut verðlaun í flokknum “New Mobility”, en Audi bílar hlut einnig verðlaun fyrir leiðsögukerfi, Internettengingar, símtengingar og fyrir margmiðlunarlausnir. Það voru sérfræðingar á vegum Auto Bild og Computer Bild blöðunum sem völdu fyrirfram þær lausnir og tæknibyltingar sem til greina komu og lesendur blaðanna völdu síðan úr þeim. Afhending þessara verðlauna mun fara fram á Consumer Electronis sýningunni sem haldin verður í Las Vegas í janúar á næsta ári.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent