5 nýir Saab til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 10:10 Saab 9-3 Aero. National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent
National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent