Mótorhjól bönnuð í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 15:23 Mótorhjólakappi klárar Pikes Peak keppnina. Jalopnik Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent
Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent