BMW með metmánuð Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 09:00 BMW X1 jepplingurinn. Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur aldrei selt jafn marga bíla í október og nú. Salan nam 164.915 bílum og jókst um 6,3% á milli ára. Auk þess seldust 26.392 Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Sala Mini bíla gekk ekki eins vel og á BMW bílum í október og minnkaði um 8,5% á milli ára. Góð sala á BMW bílum er helst að þakka góðri sölu á jepplingum og jeppum BMW, sem og á nýrri BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er eftir nýja BMW X1 jepplingnum og einnig góð sala í BMW X3 og X5. Heildarsala BMW og Mini á árinu er 1,84 milljónir bíla og hefur vaxið um 7%. Er salan upp um 5,8% á BMW og 15% á Mini. Mestur vöxtur hefur orðið í Evrópu, eða um 10%, en í Bandaríkjunum er hann 5,4% og 2,3% í Kína, en þar hefur heldur betur hægst á vexti í bílasölu á árinu. BMW seldi 2.553 eintök af rafmagnsbílunum i3 og i5 í október og heildarsalan á þeim á árinu er komin uppí 23.133 bíla. Nemur þessi aukning um 80% frá fyrra ári. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur aldrei selt jafn marga bíla í október og nú. Salan nam 164.915 bílum og jókst um 6,3% á milli ára. Auk þess seldust 26.392 Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Sala Mini bíla gekk ekki eins vel og á BMW bílum í október og minnkaði um 8,5% á milli ára. Góð sala á BMW bílum er helst að þakka góðri sölu á jepplingum og jeppum BMW, sem og á nýrri BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er eftir nýja BMW X1 jepplingnum og einnig góð sala í BMW X3 og X5. Heildarsala BMW og Mini á árinu er 1,84 milljónir bíla og hefur vaxið um 7%. Er salan upp um 5,8% á BMW og 15% á Mini. Mestur vöxtur hefur orðið í Evrópu, eða um 10%, en í Bandaríkjunum er hann 5,4% og 2,3% í Kína, en þar hefur heldur betur hægst á vexti í bílasölu á árinu. BMW seldi 2.553 eintök af rafmagnsbílunum i3 og i5 í október og heildarsalan á þeim á árinu er komin uppí 23.133 bíla. Nemur þessi aukning um 80% frá fyrra ári.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent