Volvo með sölumet í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 08:45 Volvo XC90 jeppinn er heitur þessa dagana. Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent