Íran semur um olíusölu til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2015 16:37 Frá kynningu olíuiðnaðarins í Íran í fyrra. Vísir/EPA Yfirvöld í Íran hafa nú samið um að selja olíu til Kína. Þar að auki leita þeir nýrra kaupenda og vinna að aukinni olíuframleiðslu eftir að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins verði hætt niður á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þvingununum verði aflétt snemma á næsta ári. Þá leita yfirvöld að fjárfestum til að taka þátt í nýjum verkefnum við eflingu iðnaðarins í Íran. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Íran að einhverju leyti frá árinu 1979 þegar starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Teheran voru teknir í gíslingu. Árið 2013 voru þvinganirnar hertar vegna kjarnorkutilrauna Íran. Í frétt Reuters kemur fram að á árum áður var Íran annar stærsti útflytjandi Samtaka olíuútflutningsríkja og stefna yfirvöld þar á að ná aftur fyrri markaðsstöðu. Til stendur að auka olíuframleiðslu í Íran um 500 þúsund tunnur. Það samsvarar um helmingi núverandi útflutnings ríkisins. Ljóst er að slík aukning er viðkvæm pólitískt séð þar sem nágrannaríki Íran, eins og Sádi-Arabía, munu ekki taka því fagnandi. Olíusala er helsta tekjulind Sáda, en offramleiðsla hefur leitt til mikillar verðlækkunar síðustu mánuði. Verðið hefur jafnast eitthvað en ástandið þykir enn viðkvæmt. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld í Íran hafa nú samið um að selja olíu til Kína. Þar að auki leita þeir nýrra kaupenda og vinna að aukinni olíuframleiðslu eftir að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins verði hætt niður á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þvingununum verði aflétt snemma á næsta ári. Þá leita yfirvöld að fjárfestum til að taka þátt í nýjum verkefnum við eflingu iðnaðarins í Íran. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Íran að einhverju leyti frá árinu 1979 þegar starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Teheran voru teknir í gíslingu. Árið 2013 voru þvinganirnar hertar vegna kjarnorkutilrauna Íran. Í frétt Reuters kemur fram að á árum áður var Íran annar stærsti útflytjandi Samtaka olíuútflutningsríkja og stefna yfirvöld þar á að ná aftur fyrri markaðsstöðu. Til stendur að auka olíuframleiðslu í Íran um 500 þúsund tunnur. Það samsvarar um helmingi núverandi útflutnings ríkisins. Ljóst er að slík aukning er viðkvæm pólitískt séð þar sem nágrannaríki Íran, eins og Sádi-Arabía, munu ekki taka því fagnandi. Olíusala er helsta tekjulind Sáda, en offramleiðsla hefur leitt til mikillar verðlækkunar síðustu mánuði. Verðið hefur jafnast eitthvað en ástandið þykir enn viðkvæmt.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira