5000 flóttamenn fastir við landamæri Grikklands Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 23:52 Hluti flóttamanna er argur sökum forgangsröðunnar makedónskra stjórnvalda. VÍSIR/AFP Grikkir hafa óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins við landamæravörslu í skugga þúsunda flóttamanna sem eru strandaglópar á landamærum Grikklands og Makedóníu. Makedónar hafa einungis hleypt Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem eru að flýja átök inn í landið sem vakið hefur mikla reiði meðal annarra hópa flóttamanna. Lögreglan beitti táragasi á flóttamennina í dag er hún reyndi að ryðja vegartálma sem þeir höfðu komið fyrir við landamærin. Þá lést ungur marakóskur flóttamaður eftir raflost í átökum lögreglunnar og flóttamanna nærri Idomeni. Maðurinn hafði klifrað ofan á þak farþegalestar sem flutti flóttamenn og snert háspennuvír að sögn þarlendra lögreglumanna. Talið er að um 5000 flóttamenn séu nú strandaglópar við landamærin, þar af eru 43 fullar rútur af Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem komu að landamærunum síðastliðna nótt. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu funda á föstudag til að ræða getu Grikklands til að ráða við straum flóttamannanna í gegnum landið á leið sinn til norðurhluta álfunnar. Talið var að á fundinum yrði einnig rætt um að gera tveggja ára hlé á Schengen-samstarfinu, ekki síst vegna þess að flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu. Þessu mótmælti aðstoðarmaður Ólafar Nordal í kvöld og sagði að ekkert slíkt væri á efniskránni. Flóttamenn Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vísar fréttaflutningi Vísis, sem og Financial Times, á bug. 3. desember 2015 19:19 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Grikkir hafa óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins við landamæravörslu í skugga þúsunda flóttamanna sem eru strandaglópar á landamærum Grikklands og Makedóníu. Makedónar hafa einungis hleypt Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem eru að flýja átök inn í landið sem vakið hefur mikla reiði meðal annarra hópa flóttamanna. Lögreglan beitti táragasi á flóttamennina í dag er hún reyndi að ryðja vegartálma sem þeir höfðu komið fyrir við landamærin. Þá lést ungur marakóskur flóttamaður eftir raflost í átökum lögreglunnar og flóttamanna nærri Idomeni. Maðurinn hafði klifrað ofan á þak farþegalestar sem flutti flóttamenn og snert háspennuvír að sögn þarlendra lögreglumanna. Talið er að um 5000 flóttamenn séu nú strandaglópar við landamærin, þar af eru 43 fullar rútur af Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem komu að landamærunum síðastliðna nótt. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu funda á föstudag til að ræða getu Grikklands til að ráða við straum flóttamannanna í gegnum landið á leið sinn til norðurhluta álfunnar. Talið var að á fundinum yrði einnig rætt um að gera tveggja ára hlé á Schengen-samstarfinu, ekki síst vegna þess að flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu. Þessu mótmælti aðstoðarmaður Ólafar Nordal í kvöld og sagði að ekkert slíkt væri á efniskránni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vísar fréttaflutningi Vísis, sem og Financial Times, á bug. 3. desember 2015 19:19 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44
Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vísar fréttaflutningi Vísis, sem og Financial Times, á bug. 3. desember 2015 19:19