Grýlukerti í hausinn Berglind Pétursdóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt. En það eru hættulegir tímar framundan. Tímar hálkubletta og svellbunka sem fela sig undir glaðlegum jólasnjó. Ég lifi í stöðugum ótta um að stærðarinnar grýlukerti kljúfi mig í tvennt eða ég renni niður tröppur og lærbrotni. Sjúkraþjálfarar landsins taka sveittir á móti góðhjörtuðum fyrirmyndarborgurum sem hafa eyðilagt líkama sinn af góðmennsku. Við erum að tala um ýta-bíl-úr-skafli-meiðslin, tognuð mjóbök, marða rassa og vandamál tengd sjálfstrausti vegna vandræðalegra skrykkja í hálku. Það eru þó nokkrir hlutir tengdir þessum harmleik sem eru mjög fullnægjandi. Mér finnst til dæmis mjög gaman að moka tröppurnar heima. Mér finnst það sýna mikinn karakter þegar fólk er með vel mokaðar tröppur og með því að fjarlægja dauðagildruklakann úr tröppunum sýni ég blaðburðarfólkinu og pítsusendlunum sem þjónusta mig mikla virðingu. Ekki er leiðinlegra að sparka snjó undan bílnum. Mér líður eins og ég viti eitthvað um bíla þegar ég losa mesta klakann utan af dekkjunum. Svo ef einhver labbar framhjá snýti ég mér í vettlinginn og öskra eitthvað um hestöfl. Að stíga í frosinn poll og finna hann bresta, að taka fram sköfuna og finna að maður þarf bara að dusta snjóinn af, ekki hamast á rúðunni með blaðinu og svo það allra besta: að taka langt prik og grýlukertahreinsa. Sjá alla banvænu hnífana falla til jarðar. Og umhverfið verður aðeins öruggara fyrir vikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun
Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt. En það eru hættulegir tímar framundan. Tímar hálkubletta og svellbunka sem fela sig undir glaðlegum jólasnjó. Ég lifi í stöðugum ótta um að stærðarinnar grýlukerti kljúfi mig í tvennt eða ég renni niður tröppur og lærbrotni. Sjúkraþjálfarar landsins taka sveittir á móti góðhjörtuðum fyrirmyndarborgurum sem hafa eyðilagt líkama sinn af góðmennsku. Við erum að tala um ýta-bíl-úr-skafli-meiðslin, tognuð mjóbök, marða rassa og vandamál tengd sjálfstrausti vegna vandræðalegra skrykkja í hálku. Það eru þó nokkrir hlutir tengdir þessum harmleik sem eru mjög fullnægjandi. Mér finnst til dæmis mjög gaman að moka tröppurnar heima. Mér finnst það sýna mikinn karakter þegar fólk er með vel mokaðar tröppur og með því að fjarlægja dauðagildruklakann úr tröppunum sýni ég blaðburðarfólkinu og pítsusendlunum sem þjónusta mig mikla virðingu. Ekki er leiðinlegra að sparka snjó undan bílnum. Mér líður eins og ég viti eitthvað um bíla þegar ég losa mesta klakann utan af dekkjunum. Svo ef einhver labbar framhjá snýti ég mér í vettlinginn og öskra eitthvað um hestöfl. Að stíga í frosinn poll og finna hann bresta, að taka fram sköfuna og finna að maður þarf bara að dusta snjóinn af, ekki hamast á rúðunni með blaðinu og svo það allra besta: að taka langt prik og grýlukertahreinsa. Sjá alla banvænu hnífana falla til jarðar. Og umhverfið verður aðeins öruggara fyrir vikið.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun