Tekur þátt í 5.000 km rafbílaakstri í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 15:47 Við upphaf ferðarinnar sem spannar 5.000 km frá norðurhluta til suðurodda Indlands. Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent
Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent