Geely ætlar að rafmagnsvæða alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:10 Geely Emgrand. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent