Fiat hættir við Charlie Sheen auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:51 Úr Fiat 124 Spider auglýsingunni með Charlie Sheen. Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent
Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent