Hús með sál 28. nóvember 2015 11:00 Hafdís og Haukur inn í stofu á uppáhalds stað Hafdísar. Stólarnir eru úr Fríðu frænku og myndirnar líka. Hundurinn Róbert situr fyrir framan þau á pullunni sinni. „Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur. Hús og heimili Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur.
Hús og heimili Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira