Land Rover á ræturnar á Islay Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 13:53 Áður en hinn klassíuski Land Rover jeppi varð til tók Spencer Wilks, sem þá var forstjóri Rover, með sér Rover 10 bíl til eyjarinnar Islay og hækkaði bílinn upp svo hann væri fær um að glíma við erfiða færðina á eyjunni. Spencer Wilks átti hús á eyjunni, sem er syðst Hebrides eyja og tilheyrir Skotlandi. Þegar einn nágranna hans á eyjunni sá upphækkaðan Rover-inn kallaði hann bílinn Land Rover. Þá var nafnið komið, en einnig hugmyndin um að smíða bíl sem réði við ófærð sem víða er að finna á afskektari stöðum Bretlandseyja. Þessa hugmynd tók hann með sér á vinnustað sinn og úr varð jeppinn Land Rover. Islay er þekktust í hugum flestra fyrir afbragsgott viskí, tegundir eins og Laphroiag, Ardberg, Bowmore og Caol Ila og seljast þessar afurðir þaðan dýru verði um allan heim. En Islay getur fólk líka minnst sem fæðingarstaðs Land Rover jeppans sem framleiddur hefur verið samfellt í hátt í 70 ár. Afkomendur Spencer Wilks sem enn hafa búsetu á Islay stofnuðu viskíframleiðslufyrirtæki á eyjunni og er það eini viskíframleiðendinn þar sem ræktar allt hráefnið í vískið á eyjunni, maltar kornið, eimar, þroskar og átappar guðveigarnar á eyjunni sjálfri. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent
Áður en hinn klassíuski Land Rover jeppi varð til tók Spencer Wilks, sem þá var forstjóri Rover, með sér Rover 10 bíl til eyjarinnar Islay og hækkaði bílinn upp svo hann væri fær um að glíma við erfiða færðina á eyjunni. Spencer Wilks átti hús á eyjunni, sem er syðst Hebrides eyja og tilheyrir Skotlandi. Þegar einn nágranna hans á eyjunni sá upphækkaðan Rover-inn kallaði hann bílinn Land Rover. Þá var nafnið komið, en einnig hugmyndin um að smíða bíl sem réði við ófærð sem víða er að finna á afskektari stöðum Bretlandseyja. Þessa hugmynd tók hann með sér á vinnustað sinn og úr varð jeppinn Land Rover. Islay er þekktust í hugum flestra fyrir afbragsgott viskí, tegundir eins og Laphroiag, Ardberg, Bowmore og Caol Ila og seljast þessar afurðir þaðan dýru verði um allan heim. En Islay getur fólk líka minnst sem fæðingarstaðs Land Rover jeppans sem framleiddur hefur verið samfellt í hátt í 70 ár. Afkomendur Spencer Wilks sem enn hafa búsetu á Islay stofnuðu viskíframleiðslufyrirtæki á eyjunni og er það eini viskíframleiðendinn þar sem ræktar allt hráefnið í vískið á eyjunni, maltar kornið, eimar, þroskar og átappar guðveigarnar á eyjunni sjálfri.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent