Gekk út í miðjum umræðum í beinni útsendingu á RÚV Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. nóvember 2015 21:40 Edda Sif var sem betur fer með annan viðmælanda sem þurfti ekki að yfirgefa útsendinguna. Vísir/Skjáskot Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira