Spænski skatturinn að hrekja Messi í ensku úrvalsdeildina? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 07:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Enska blaðið Daily Star slær því upp í morgun að Lionel Messi hafi áhuga á því að yfirgefa Barcelona og reyna fyrir sig í ensku úrvalsdeildinni. Það fylgir samt slúðursögunni að Argentínumaðurinn sé aðeins tilbúinn að yfirgefa Barcelona bjóði enskt lið honum sannkölluð súperlaun. Messi hefur spilað með Barcelona frá 2001 og hefur oft sagt að hann ætli að klára feril sinn þar. Vandræði Messi gagnvart spænska skattinum er sögð hafa opnað fyrir þann möguleika að hann sjá nú í fyrsta sinn það fyrir sér að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Messi vill frá 600 þúsund pund í laun á viku, samkvæmt frétt Daily Star, en það gerir um 120 milljónir íslenskra króna á viku eða um 17 milljónir í laun á dag. Það er óvist hvort eitthvert lið á Englandi hafi burði til að borga slík laun enda væri Messi þá að fá 3 milljónir á tímann fyrir átta tíma og fimm daga vinnuviku. Viðvera hans væri þó miklu minna en það. Arsenal er sagður vera óskastaður fyrir Messi af liðunum í ensku úrvalsdeildinni en Manchester City, Chelsea og Manchester United væru eflaust tilbúnari að borga honum þessi ofurlaun heldur en Arsene Wenger og co. Lionel Messi er orðinn 28 ára gamall og hefur ekkert spilað að undanförnu vegna meiðsla. Hann er að reynd að ná "El clasico" leiknum á móti Real Madrid síðar í þessum mánuði. Lionel Messi og faðir hans Jorge, hafa báðir verið ákærðir fyrir að svíkja undan skatti en Jorge reyndi að fela tekjur sonar síns í skattaskjólum í Belize og Úrúgvæ á árunum 2007 til 2009. Lionel hefur haldið því fram að hann hafi ekkert vitað af þessu skattabraski föður síns en þarf engu að síður að mæta fyrir rétt. Þeir halda samt báðir fram sakleysi sínu í málinu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Enska blaðið Daily Star slær því upp í morgun að Lionel Messi hafi áhuga á því að yfirgefa Barcelona og reyna fyrir sig í ensku úrvalsdeildinni. Það fylgir samt slúðursögunni að Argentínumaðurinn sé aðeins tilbúinn að yfirgefa Barcelona bjóði enskt lið honum sannkölluð súperlaun. Messi hefur spilað með Barcelona frá 2001 og hefur oft sagt að hann ætli að klára feril sinn þar. Vandræði Messi gagnvart spænska skattinum er sögð hafa opnað fyrir þann möguleika að hann sjá nú í fyrsta sinn það fyrir sér að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Messi vill frá 600 þúsund pund í laun á viku, samkvæmt frétt Daily Star, en það gerir um 120 milljónir íslenskra króna á viku eða um 17 milljónir í laun á dag. Það er óvist hvort eitthvert lið á Englandi hafi burði til að borga slík laun enda væri Messi þá að fá 3 milljónir á tímann fyrir átta tíma og fimm daga vinnuviku. Viðvera hans væri þó miklu minna en það. Arsenal er sagður vera óskastaður fyrir Messi af liðunum í ensku úrvalsdeildinni en Manchester City, Chelsea og Manchester United væru eflaust tilbúnari að borga honum þessi ofurlaun heldur en Arsene Wenger og co. Lionel Messi er orðinn 28 ára gamall og hefur ekkert spilað að undanförnu vegna meiðsla. Hann er að reynd að ná "El clasico" leiknum á móti Real Madrid síðar í þessum mánuði. Lionel Messi og faðir hans Jorge, hafa báðir verið ákærðir fyrir að svíkja undan skatti en Jorge reyndi að fela tekjur sonar síns í skattaskjólum í Belize og Úrúgvæ á árunum 2007 til 2009. Lionel hefur haldið því fram að hann hafi ekkert vitað af þessu skattabraski föður síns en þarf engu að síður að mæta fyrir rétt. Þeir halda samt báðir fram sakleysi sínu í málinu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira