Eyjólfur: Fengið að kíkja heim í mesta svartnættinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eyjólfur Héðinsson kemur heim um áramótin. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira