Rio: Við spörkuðum skemmtaranum úr Ronaldo þannig hann fór að gefa boltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:30 vísir/getty Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira