Audi fjárfestir fyrir 148 milljarða í Ungverjalandi Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 11:08 Í verksmiðju Audi í Györ í Ungverjalandi. Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Evrópu í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Györ. Þar eru einnig smíðaðir Audi bílarnir Audi TT og Audi A3. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það uppá 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar 3 milljónir af þeim 11 milljónum véla sem Volkswagen bílafjölskyldan er nú sekt um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýskalandi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Evrópu í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Györ. Þar eru einnig smíðaðir Audi bílarnir Audi TT og Audi A3. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það uppá 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar 3 milljónir af þeim 11 milljónum véla sem Volkswagen bílafjölskyldan er nú sekt um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýskalandi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent