Bjarni: Höfum ekkert við menn að gera sem vilja ekki vera í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:34 Bjarni Jóhannsson með Pablo Punyed á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira