Helena og Guðbjörg: Var svolítið spes Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. nóvember 2015 21:15 Helena hafði betur gegn Guðbjörgu í kvöld. vísir/anton Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira