Delta byrjar að fljúga milli Íslands og Minneapolis næsta sumar Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2015 10:47 Delta verður með daglegt flug til tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum, tengiflug til 130 áfangastaða í boði. Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP), segir í tilkynningu. Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Íslands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Ísland hefur reynst afar vinsæll áfangastaður hjá Bandaríkjamönnum og með nýrri flugleið styður Delta við íslenska ferðaþjónustu.“ Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél sem hefur 20 sæti á lúxusfarrými, 29 sæti á Delta Comfort+ farrrými og 150 sæti á almennu farrými. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætlunarflug milli Íslands og New York mundi hefjast í febrúar og standa í 7 mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengiflug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Meðal vinsælla áfangastaða í framhaldsflugi Delta eru Miami, Orlando, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas. Fréttir af flugi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP), segir í tilkynningu. Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Íslands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Ísland hefur reynst afar vinsæll áfangastaður hjá Bandaríkjamönnum og með nýrri flugleið styður Delta við íslenska ferðaþjónustu.“ Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél sem hefur 20 sæti á lúxusfarrými, 29 sæti á Delta Comfort+ farrrými og 150 sæti á almennu farrými. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætlunarflug milli Íslands og New York mundi hefjast í febrúar og standa í 7 mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengiflug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Meðal vinsælla áfangastaða í framhaldsflugi Delta eru Miami, Orlando, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas.
Fréttir af flugi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira