Markvörður Víkings lét flúra á sig Batman: „Mömmu fannst þetta heimska fyrst“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 14:45 Thomas Nielsen er nú með Batman á handleggnum. vísir/andri marinó/tom/úr einkasafni „Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira