Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. október 2015 07:00 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada, segir greinilegt að kjósendur vilji breytingar. Nordicphotos/AFP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada. Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada.
Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29