Sérhannaðir Spark fyrir Domino´s Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 09:26 Aðgengi að hitaofnum bílsins er utanfrá. Autoblog Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent