Æsileg leit að framandi lífi hefst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. október 2015 00:01 Yfirgnæfandi líkur eru á að KIC 8462852 sé ekki virkjun geimvera en tilgátan er sú heppilegasta hingað til. Hérna má sjá túlkun listamans á Dyson-skara sem umlykur stjörnu. VÍSIR/Getty Hafa stjörnufræðingar fundið stjörnuvirkjun framandi vitsmunalífs? „Ha?“ segja sumir. Aðrir fullyrða að við höfum aldrei komist í tæri við ákjósanlegri kost í leitinni að geimverum og stjörnufræðingar SETI hafa nú lagt við hlustir. Síðastliðin fjögur ár hefur geimsjónaukinn Kepler fylgst með sveiflum í birtustigi rúmlega 150 þúsund stjarna sem finna má í Svansstjörnumerkinu á norðurhveli himins. Þegar birtustig tiltekinnar stjörnu minnkar örlítið í nokkrar klukkustundir gera stjörnufræðingar ráð fyrir að reikistjarna á sporbraut sé þar á ferð. Með þessari aðferð hefur Kepler fundið um tvö þúsund fjarreikistjörnur, þar á meðal nokkrar sem gætu verið lífvænlegar. En, dularfull stjarna í 1.480 ljósára fjarlægð frá Jörðu hefur nú vakið athygli vísindamanna, sem og þeirra sem hlusta eftir framandi lífi.Eins og sjá má á þessar mynd af KIC sem vísindamennirnir birtu þá hefur stjarna afar áberandi útskot til vinstri.VÍSIR/CORNELL/T. S. Boyajian„WTF?“ Við fyrstu sýn virðist stjarnan KIC 8462852 vera nokkuð hefðbundin stjarna. Hún tilheyrir F-flokki stjarna og er að öllum líkindum nokkuð stærri en Sólin en þó mun bjartari. Þann 11. september síðastliðinn birtu stjarneðlisfræðingar við Cornell-háskóla rannsókn undir fyrirsögninni „Where's the Flux?“ þar sem furðulegum birtusveiflum stjörnunnar var lýst. Skammstöfun fyrirsagnarinnar, „WTF?“, þykir eiga vel við þegar KIC er annars vegar. Birtustig KIC minnkar öðru hverju um heil 20% og þannig helst það í 5 til 80 daga. Róttækar birtusveiflur eru algengar hjá ungum stjörnum sem í hömlulausri græðgi sópa til sín efni úr víðfeðmri aðsópskringlu. Vísindamennirnir voru fljótir að útiloka þennan möguleika enda er KIC ekki ung stjarna. Þá er lítið um stjörnumyndanir á þessu svæði í Vetrarbrautinni. Stjörnufræðingar hafa einnig bent á að mögulega megi rekja birtusveiflurnar til halastjörnu sem sundraðist við stjörnuna. Aðrir segja það vera útilokað. Verulegt magn af ryki og ögnum myndast við slíkar hamfarir og í hita stjörnunnar myndu agnirnar gefa frá sér sterka innrauða geisla. Slík geislun hefur ekki fundist. Þá eru líkurnar á að Kepler verði vitni að slíkum atburði svo litlar að þær nálgast hið ómögulega. Í stuttu máli: vísindamenn hafa ekki grænan grun um hvað er í gangi við KIC 8462852.Leitarsvæði Kepler geimsjónaukans. KIC 8462852 er í 1.480 ljósára fjarlægð frá jörðu og er merkt rauðum punkti.VÍSIR/NASATvennt í stöðunni „Annaðhvort erum við að sjá eftirköst áreksturs tveggja fyrirbæra eða ummerki framandi vitsmunalífs,“ sagði dr. Gerald Harp, yfirmaður á vísindasviði SETI-stofnunarinnar (e. Search for extraterrestrial intelligence), í samtali við Universe Today. Eins og dr. Harp vafalaust veit, þá krefjast stórkostlegar fullyrðingar stórkostlegra vísbendinga. Annað teymi innan Cornell hefur nú farið yfir mögulegar útskýringar á undarlegri hegðun KIC. Þær sem þegar hafa verið settar fram eru nær allar óraunhæfar eða ófullnægjandi. Hópurinn fór jafnframt í gegnum gagnagrunn Kepler-verkefnisins og af þeim rúmlega 100 þúsund mælingum sem eiga við í þessu tilfelli er ekki að finna eina stjörnu sem státar af jafn róttækum sveiflum í birtu og KIC. Teymið dregur þá ályktun, út frá algjörum skorti á raunhæfum svörum sem stendur, að framandi vitsmunalíf beri ábyrgð á birtusveiflunum: „Í sögulegu samhengi þá hefur leit að framandi vitsmunalífi fylgt rökréttri stefnu, að einblína á þau svæði sem líklegust eru til að skila árangri. Með tilliti til fyrirbærisins sem um ræðir og sérstöðu þess, og um leið með tilliti til þess að jafnvel hæpnustu útskýringar duga ekki, ásamt þeirri staðreynd að spár gerðu ráð fyrir að Kepler hefði burði til að greina risavaxin mannvirki geimvera í gegnum frávik sem þessi, þá teljum við að hér sé um að ræða efnilegasta viðfangsefni leitarinnar til þessa,“ segir í greininni. Þau halda áfram: „Í KIC 8462852 er að finna öll helstu einkenni Dyson-skara.“SETI leggur við hlustir Þetta er mögnuð og jafnvel söguleg ályktun en mikilvægt er að hafa í huga að þetta er kenning sem nær útilokað er að hrekja. Kenningar um framandi vitsmunalíf eru það alla jafna („Geimverurnar eru svo þróaðar að við getum ekki skilið niðurstöðurnar!“). Hugmyndir um Dyson-hvelfingar og Dyson-skara má rekja til eðlisfræðingsins Freemans Dyson. Hann sá fyrir sér háþróaðar geimverur sem þurfa að beisla geislun sólstjarna til að fullnægja orkuþörf sinni. Þar á meðal með því að reisa hvelfingar utan um stjörnur eða koma upp skara af minni vélum til að virkja hana. Margir stjörnufræðingar, þar á meðal vísindamenn á vegum SETI-verkefnisins, telja að hægt sé að greina merki slíkra mega-mannvirkja. Leit að framandi tækni er eitt af meginmarkmiðum SETI. „Tækni er þannig notuð sem milliliður okkar og framandi vitsmunalífs,“ sagði Andrew Siemion, stjórnandi rannsóknarsviðs SETI-verkefnisins, fyrir framan þingnefnd um vísindi og tækni á dögunum.Geimverur slæm fyrsta ályktun Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem við höfum hrópað „geimverur“ og signt okkur þegar torkennilegt fyrirbæri finnst meðal himintunglanna. Vísindamenn vísuðu til fyrstu tifstjörnunnar sem fannst sem LGM (Little Green Men) árið 1968. Núna teljum við okkur hafa ágæta hugmynd um hvað tifstjörnur eru, enda hafa minnst 1.800 slíkar stjörnur fundist. Kepler hefur aðeins kannað brotabrot af himninum og svo gæti verið að fyrirbæri eins og KIC sé að finna víða í Vetrarbrautinni. Fyrr í þessum mánuði sneru 42 útvarpssjónaukar rafrænum eyrum sínum í átt að Svaninum. Könnun SETI-verkefnisins á KIC er hafin og vonir standa til að stofnunin fái að nota fleiri öfluga útvarpssjónauka til að hlera tæknisuð framandi lífs á svæðinu. Þeir sem þrá framandi kynni ættu ekki að gráta það ef KIC 8462852 reynist ekki vera stjörnuvirkjun geimvera, sem verður að teljast líkleg niðurstaða. Kepler-verkefnið hefur sýnt okkur að Vetrarbrautin er mögulega heimili milljóna lífvænlegra fjarreikistjarna. Leitin er rétt að byrja. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Hafa stjörnufræðingar fundið stjörnuvirkjun framandi vitsmunalífs? „Ha?“ segja sumir. Aðrir fullyrða að við höfum aldrei komist í tæri við ákjósanlegri kost í leitinni að geimverum og stjörnufræðingar SETI hafa nú lagt við hlustir. Síðastliðin fjögur ár hefur geimsjónaukinn Kepler fylgst með sveiflum í birtustigi rúmlega 150 þúsund stjarna sem finna má í Svansstjörnumerkinu á norðurhveli himins. Þegar birtustig tiltekinnar stjörnu minnkar örlítið í nokkrar klukkustundir gera stjörnufræðingar ráð fyrir að reikistjarna á sporbraut sé þar á ferð. Með þessari aðferð hefur Kepler fundið um tvö þúsund fjarreikistjörnur, þar á meðal nokkrar sem gætu verið lífvænlegar. En, dularfull stjarna í 1.480 ljósára fjarlægð frá Jörðu hefur nú vakið athygli vísindamanna, sem og þeirra sem hlusta eftir framandi lífi.Eins og sjá má á þessar mynd af KIC sem vísindamennirnir birtu þá hefur stjarna afar áberandi útskot til vinstri.VÍSIR/CORNELL/T. S. Boyajian„WTF?“ Við fyrstu sýn virðist stjarnan KIC 8462852 vera nokkuð hefðbundin stjarna. Hún tilheyrir F-flokki stjarna og er að öllum líkindum nokkuð stærri en Sólin en þó mun bjartari. Þann 11. september síðastliðinn birtu stjarneðlisfræðingar við Cornell-háskóla rannsókn undir fyrirsögninni „Where's the Flux?“ þar sem furðulegum birtusveiflum stjörnunnar var lýst. Skammstöfun fyrirsagnarinnar, „WTF?“, þykir eiga vel við þegar KIC er annars vegar. Birtustig KIC minnkar öðru hverju um heil 20% og þannig helst það í 5 til 80 daga. Róttækar birtusveiflur eru algengar hjá ungum stjörnum sem í hömlulausri græðgi sópa til sín efni úr víðfeðmri aðsópskringlu. Vísindamennirnir voru fljótir að útiloka þennan möguleika enda er KIC ekki ung stjarna. Þá er lítið um stjörnumyndanir á þessu svæði í Vetrarbrautinni. Stjörnufræðingar hafa einnig bent á að mögulega megi rekja birtusveiflurnar til halastjörnu sem sundraðist við stjörnuna. Aðrir segja það vera útilokað. Verulegt magn af ryki og ögnum myndast við slíkar hamfarir og í hita stjörnunnar myndu agnirnar gefa frá sér sterka innrauða geisla. Slík geislun hefur ekki fundist. Þá eru líkurnar á að Kepler verði vitni að slíkum atburði svo litlar að þær nálgast hið ómögulega. Í stuttu máli: vísindamenn hafa ekki grænan grun um hvað er í gangi við KIC 8462852.Leitarsvæði Kepler geimsjónaukans. KIC 8462852 er í 1.480 ljósára fjarlægð frá jörðu og er merkt rauðum punkti.VÍSIR/NASATvennt í stöðunni „Annaðhvort erum við að sjá eftirköst áreksturs tveggja fyrirbæra eða ummerki framandi vitsmunalífs,“ sagði dr. Gerald Harp, yfirmaður á vísindasviði SETI-stofnunarinnar (e. Search for extraterrestrial intelligence), í samtali við Universe Today. Eins og dr. Harp vafalaust veit, þá krefjast stórkostlegar fullyrðingar stórkostlegra vísbendinga. Annað teymi innan Cornell hefur nú farið yfir mögulegar útskýringar á undarlegri hegðun KIC. Þær sem þegar hafa verið settar fram eru nær allar óraunhæfar eða ófullnægjandi. Hópurinn fór jafnframt í gegnum gagnagrunn Kepler-verkefnisins og af þeim rúmlega 100 þúsund mælingum sem eiga við í þessu tilfelli er ekki að finna eina stjörnu sem státar af jafn róttækum sveiflum í birtu og KIC. Teymið dregur þá ályktun, út frá algjörum skorti á raunhæfum svörum sem stendur, að framandi vitsmunalíf beri ábyrgð á birtusveiflunum: „Í sögulegu samhengi þá hefur leit að framandi vitsmunalífi fylgt rökréttri stefnu, að einblína á þau svæði sem líklegust eru til að skila árangri. Með tilliti til fyrirbærisins sem um ræðir og sérstöðu þess, og um leið með tilliti til þess að jafnvel hæpnustu útskýringar duga ekki, ásamt þeirri staðreynd að spár gerðu ráð fyrir að Kepler hefði burði til að greina risavaxin mannvirki geimvera í gegnum frávik sem þessi, þá teljum við að hér sé um að ræða efnilegasta viðfangsefni leitarinnar til þessa,“ segir í greininni. Þau halda áfram: „Í KIC 8462852 er að finna öll helstu einkenni Dyson-skara.“SETI leggur við hlustir Þetta er mögnuð og jafnvel söguleg ályktun en mikilvægt er að hafa í huga að þetta er kenning sem nær útilokað er að hrekja. Kenningar um framandi vitsmunalíf eru það alla jafna („Geimverurnar eru svo þróaðar að við getum ekki skilið niðurstöðurnar!“). Hugmyndir um Dyson-hvelfingar og Dyson-skara má rekja til eðlisfræðingsins Freemans Dyson. Hann sá fyrir sér háþróaðar geimverur sem þurfa að beisla geislun sólstjarna til að fullnægja orkuþörf sinni. Þar á meðal með því að reisa hvelfingar utan um stjörnur eða koma upp skara af minni vélum til að virkja hana. Margir stjörnufræðingar, þar á meðal vísindamenn á vegum SETI-verkefnisins, telja að hægt sé að greina merki slíkra mega-mannvirkja. Leit að framandi tækni er eitt af meginmarkmiðum SETI. „Tækni er þannig notuð sem milliliður okkar og framandi vitsmunalífs,“ sagði Andrew Siemion, stjórnandi rannsóknarsviðs SETI-verkefnisins, fyrir framan þingnefnd um vísindi og tækni á dögunum.Geimverur slæm fyrsta ályktun Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem við höfum hrópað „geimverur“ og signt okkur þegar torkennilegt fyrirbæri finnst meðal himintunglanna. Vísindamenn vísuðu til fyrstu tifstjörnunnar sem fannst sem LGM (Little Green Men) árið 1968. Núna teljum við okkur hafa ágæta hugmynd um hvað tifstjörnur eru, enda hafa minnst 1.800 slíkar stjörnur fundist. Kepler hefur aðeins kannað brotabrot af himninum og svo gæti verið að fyrirbæri eins og KIC sé að finna víða í Vetrarbrautinni. Fyrr í þessum mánuði sneru 42 útvarpssjónaukar rafrænum eyrum sínum í átt að Svaninum. Könnun SETI-verkefnisins á KIC er hafin og vonir standa til að stofnunin fái að nota fleiri öfluga útvarpssjónauka til að hlera tæknisuð framandi lífs á svæðinu. Þeir sem þrá framandi kynni ættu ekki að gráta það ef KIC 8462852 reynist ekki vera stjörnuvirkjun geimvera, sem verður að teljast líkleg niðurstaða. Kepler-verkefnið hefur sýnt okkur að Vetrarbrautin er mögulega heimili milljóna lífvænlegra fjarreikistjarna. Leitin er rétt að byrja.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira