Toyota aftur stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 11:18 Toyota hefur selt 7,49 milljón bíla en Volkswagen 7,43. Autonews Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent
Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent